top of page

Við ræddum við Elísu Viðarsdóttur. Hún er með Bsc gráðu í næringarfræði og var að klára meistaragráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands.

Elísa er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum, hún spilaði með ÍBV upp alla yngri flokka og einnig fyrir meistaraflokk í bæði handbolta og fótbolta. Svo spilaði hún sem atvinnumaður með Kristianstad í Svíþjóð og eftir það lá leiðin í Val þar sem hún spilar í dag. Hún hefur einnig spilað með u-19 ára landsliði Íslands og A-landsliði kvenna í fótbolta.

Núna er hún í fæðingarorlofi með eina 3 vikna stelpu. Umfjöllunarefni okkar byggist að mestu á viðtali við hana.

ELÍSA VIÐARSDÓTTIR

bottom of page