top of page

AÐ TAKA TIL Í MATARÆÐINU

Það getur bæði verið jákvætt og neikvætt þegar íþróttamenn taka til í mataræðinu.

Ef leikmanni finnst eins og hann sé að standa sig vel í mataræðinu fær hann meira sjálfstraust og spilar þar af leiðandi betur. Einnig hefur líkaminn meiri kraft og orku þegar hann er vel nærður og það getur hjálpað íþróttamönnum þegar líða fer á leikinn og leikmenn fara að þreytast.

Það getur auðvitað líka haft vondar afleiðingar því öllu má ofgera. Það er ekki gott þegar að matarræðið fer að skipta leikmanninn mestu máli, matarræðið má ekki stýra okkur og stjórna og við þurfum að geta fengið okkur eitthvað óhollt eða breyta út af rútínunni án þess að það hafi mikil áhrif á okkur og okkar frammistöðu. Íþróttfólk, og þá sérstaklega kvenmenn enda oft á því að hugsa of mikið um útlit sitt sem getur valdið öfgum í matarræði og leitt til verri árangurs í íþróttinni.

Hugsum frekar um að vera hraust og líða vel í stað þess að hugsa um útlitið. Þeirri hugsun fylgir meira sjálfstraust og betri árangur.

bottom of page