top of page

HVERSU OFT Á DAG?

Mikilvægt er að borða jafnt og þétt yfir daginn en það getur verið persónubundið, sumir þurfa að borða meira en aðrir og þegar að kemur að þessari spurningu er mikilvægt að hlusta á sjálfan sig og læra inn á líkamann.

 

Meginreglan er þó sú að borða þrjár stærri máltíðir á dag (morgunmat, hádegismat og kvöldmat) og borða svo tvö til þrjú millimál þess á milli.

Gott er að fá sér t.d. flatköku með hummus, brauð með léttu áleggi eða skyr í millmál.

 

 

 

HUGMYND Á GÓÐUM DEGI :)

 

Morgunmatur: hafragrautur með ½ banana

Millimál: epli og flatkaka með smjöri og osti

Hádegismatur: afgangar frá deginum áður eða samlokubrauð með hummus, avocado og soðnu eggi

Millimál: hreint skyr með ½ banana

Kvöldmatur: fiskur með kartöflum og salat.

Kvöldkaffi: pera

bottom of page