top of page

FERLIÐ

Það tók okkur góðan tíma að hugsa um rannsóknarefnið og ákváðum við mjög seint hvað við ætluðum að fjalla um. Við byrjuðum á því að skoða merkingar matvæla en fundum voðalega lítið af upplýsingum um það.

Þess vegna ákváðum við svo að fjalla um mataræði ungs íþróttafólks en það á eftir að nýtast okkur vel þar sem við erum báðar í íþróttum og þurfum að hafa þekkingu á hollu matarræði ef við ætlum að ná langt í íþróttinni.

Við settum okkur strax í samband við Elísu Viðarsdóttur landsliðskonu og næringarfræðing sem svaraði spurningum frá okkur og nýttust þær okkur vel í verkefninu.

Við lögðum einnig könnun fyrir unga íþróttmenn og spurðum allskonar spurninga um þekkingu þeirra á hollu mataræði.

Niðurstöðurnar komu okkur á óvart og nýttust vel við úrvinnslu verkefnisins. 

Við skrifuðum allar upplýsingar sem við höfðum aflað okkur beint inn á þessa heimasíðu, þannig að hér getið þið fundið allt um verkefnið okkar.

Þegar verkefnið var tilbúið, byrjuðum við að huga að básnum og fengum við lítið af hugmyndum til að byrja með. Við fórum í bæinn og fundum þar skraut til að lífga upp á básinn okkar.

bottom of page