ORKUDRYKKIR
Orkudrykkir hafa slegið í gegn núna og allir þekkja drykkinn Nocco, við erum lítið að pæla í innihaldinu.
Þegar við lesum aftan á innihaldslýsingar á orkudrykkjum þá er oft langur og ,,leiðinlegur” listi yfir efni sem má finna í viðkomandi drykk. Við höfum ekki hugmynd um hvaða efni þetta eru og í fæstum tilvikum er vitað hve langtímaáhrif þessi efni hafa á líkamann okkar.
Orkudrykkir eru einnig dýrir og skyndilausn ef við erum þreytt. Þeir geta leitt okkur inn í slæma rútínu hvað varðar svefnvenjur.
Þessir drykkir eru búnir að vera í tísku undanfarin ár þess vegna kaupa unglingar drykkinn þrátt fyrir að vita að hann geti haft slæm áhrif.
Allt of mörgun finnst þeir þurfa á orkudrykkjum að halda vegna þess að svefnrútínan er orðin slæm og því nýta þeir sér orkudrykki til þess að bætra upp lélegan svefn, en orkudrykkir eru ekki lausnin á því.
Svefn hefur áhrif á árangur í skólanum, íþróttum og vinnu sem dæmi.
